Nýtt eldhús í Smáíbúðahverfinu

Nýtt eldhús í Smáíbúðahverfinu

Fyrir og eftir í eldhúsi með miklum breytingum

Í dásamlegu litlu einbýlishúsi í smáíbúðahverfinu fengum við að teikna nýtt eldhús fyrir eigendur sem vildu töluverða breytingu.

Í raun eru þrír inngangar í eldhúsið, tveir að innan og einn að utan. Ljóst var að verkefnið krefðist þess að breyta fyrra skipulagi eldhússins talsvert.

Eigendurnir eru umhverfismeðvitaðir. Já, þau byrjuðu að flokka fyrir 15 árum. Gamla innréttingin var endurnýtt og var eigendum mikilvægt að NOBILIA eru umhverfisvottaðar innréttingar.

FYRIR BREYTINGU

Svona leit eldhúsið út fyrir breytingu

Svona leit eldhúsið út fyrir breytingu

Þegar eigendur voru búnir að taka ákvörðun um að skipta út innréttingunni komu þau til okkar og settust niður með okkur. Þau voru með ljósmyndir og málsetningar á rýminu. Pétur, innanhússarktitekt hjá GKS tók að sér verkefnið. Hann byrjaði í hugmyndavinnu með eigendum.

Væntingar þeirra voru:

1. Eyja - auðvitað komum við fyrir frístandandi eyju sem myndar miðpunktinn í eldhúsinu með skúffum báðu megin.

2. Svalahurð sem er í miðju eldhúsi var áskorun - útgangur út úr eldhúsi er alltaf skemmtilegur því það myndar nálægð við grillið og auðveldar aðgengið til að borða úti. Þetta krafðist þess að breyta skipulaginu talsvert frá því sem áður var til þess að hurðin yrði ekki lengur vandamál í eldhúsinu heldur bráðnauðsynleg, sem áskorun til að fara í framkvæmdir á garðinum og til að gera skemmtilegt útisvæði fyrir matarhald og aðra upplifun.

3. Smíða skáp/kassa yfir tengigrind - Innréttingin kom frá NOBILIA en kassinn yfir tengigrindina var sérsmíðaður, en úr sama efni. Svo var tilvalið að fullkomna þetta horn með blómahillum frá NOBILA sem settar voru yfir kassann og saman myndar það heildrænt og fallegt útlit og gefur þessa grænu hlýju auk þess að veita heimilisfólki smá kryddi í tilveruna.

4. Skápur í borðstofuna - Það er alltaf skemmtilegt að tengja fleiri rými við innréttinguna auk þess sem ekki veitti af plássinu. Mikilvægt er, að þegar innréttingin er dregin inn í borðstofu, að halda í fágað útlit. Okkur finnst hafa tekist vel til og hillan á milli býður upp á að hægt sé að breyta útliti og litapalletu reglulega.

Pétur rissaði upp sína hugmynd og teiknaði hana svo upp í þrívídd.

GKS
GKS
GKS

...OG EFTIR BREYTINGU

Allir voru mjög sáttir með útkomuna.

Hér að neðan má svo sjá ferlið á 44 sekúndum

Efni/litur á innréttingu: STRUCTURA 403 – Nero oak reproduction

Efni/litur á borðplötu: Xtra – 373 Grey slate reproduction

Fleiri greinar

Feb 03, 2023NOBILIA - umhverfisvænar innréttingar

Framleiddar í Þýskalandi

Feb 03, 2023Baðið hennar Sölku - fyrir og eftir

Nýtt baðherbergi með innbyggðu þvottahúsi

Oct 19, 2022MUTE BOX - gæðin í þögninni

GKS býður upp á næðisrými, hljóðdempandi síma- og fundarklefa, frá MUTE BOX. Fyrir næði á vinnustaðnum. Umhverfsvæn smíði, framleitt í Danmörku.