Vörur
Fataskápar
Fataskápinn þarf að skipuleggja vel og við höfum ýmsar gerðir skápa í boði. Við sérsníðum skápana að hverju rými með mismunandi hurðagerðum. Hefðbundnar hurðir standa alltaf fyrir sínu. Fellihurðir er skemmtileg lausn þar sem hurðir ganga saman á braut. Rennihurðir eru vinsæl lausn sem getur virkað víðar. Kostir eru til dæmis þeir að hægt er að opna stærra hólf í einu og ekki þarf mikið pláss fyrir framan skápana til að opna hurðirnar. Rennihurðir geta ýmist komið framan á skápana sjálfa eða náð alla leið frá gólfi og upp í loft. Skúffur eru svo til að einfalda allt skipulag og aðgengi.
Fataskápar
Fataskápar með hefðbundnum hurðum, fellihurðum, rennihurðum og skúffum. Vinsælt er að fá þá alveg upp í loft.
Fylgihlutir
Fellislár, skóhillur, buxnahillur og slár fyrir bindi.