Vörur

Innihurðir

Vandaðar og fallegar innihurðir frá trésmiðju GKS prýða mörg heimili, fyrirtæki, hótel og stofnanir á Íslandi. Við getum boðið flest allar tegundir innihurða, með eða án gerefta, eldvarnarhurðir, hljóðvistarhurðir og staðlaðar innihurðir. Við erum einnig í samstarfi við erlendar verksmiðjur fyrir stærri og/eða sérhæfðari verkefni t.d. fyrir hótel eða hljóðvistarhurðir.

 • Hefðbundnar innihurðir

  Hefðbundnar innihurðir

  Sprautaðar eða spónlagðar. Hægt er að fá spón eða lit í stíl við innréttingar.

 • Gereftalausar innihurðir

  Gereftalausar innihurðir

  Fellur að aðliggjandi veggjum, án gerefta. Frágangur með fúgu sem fyllt er með kítti eða lista í sama lit og hurðin.

 • Rennihurðir

  Rennihurðir

  Hægt er að fella brautir inn í veggi eða hafa þær utan á liggjandi.

 • Eldvarnarhurðir

  Eldvarnarhurðir

  GKS hefur leyfi Mannvirkjastofnunar til framleiðslu eldvarnarhurða bæði í Ei30min og Ei60min.