Verkefni

Verkefni

Verkefni okkar eru fyrst og fremst þjónusta fyrir innréttingamarkaðinn, innihurðaframleiðsla, framleiðsla og sala skrifstofuhúsgagna og hverskyns sérsmíði innanhúss hvort heldur sem er fyrir heimili, fyrirtæki eða stofnanir. Við önnumst alla verkþætti frá tilboði til uppsetningar og eru einkunnarorð okkar að vera ávallt traustsins verð, að gæði framleiðslunnar séu tryggð og að afhending sé á réttum tíma.

ESKIÁS

ESKIÁS

2019Eskiás, Garðabæ

Innréttingarnar í Eskiás í Garðabæ.

RÚV reitur

RÚV reitur

2019Efstaleiti, Reykjavík

Innréttingarnar í Efstaleitinu og Jaðarleitinu eru ekki af verri endanum. Mikið lagt í þær.

Apótek

Apótek

2012Austurstræti

GKS sá um að innrétta nýtt hótel í Austurstræti - Apótek Hótel.

Skuggi 101

Skuggi 101

Allar sérsmíðaðar innréttingar fyrir 40 íbúðir í Skugga. Mjög vandaðar innréttingar og innihurðir. Þarna var unnið með ýmsar viðartegundir og mismunandi hönnun allt eftir óskum hvers og eins.

Hafnartorg

Hafnartorg

2019

Hafnartorg eru umfangsmestu framkvæmdir sem gerðar hafa verið í miðborginni við hafnarsvæðið í Reykjavík. Við innréttuðum allar íbúðir á Hafnartogi og þar var hvergi til sparað í gæðum og glæsileika.

Reykjavík Lights Hotel

Reykjavík Lights Hotel

2013Suðurlandsbraut

GKS sá um framleiðslu og uppsetningu á öllum innihurðum og innréttingum í hótelið. Verkið var unnið á mjög knöppum tíma frá mars til maí 2013.

Stakkholt

Stakkholt

2014Stakkholt, Reykjavík

Verkefni sem unnið var í Stakkholti þar sem GKS sá um allar innréttingar og uppsetningu í 140 íbúðir.