Hraðþjónusta

Hannaðu þína innréttingu

Með Nobilia Elements getum við boðið samsetta skápa með um 3-4 vikna afhendingartíma frá staðfestri pöntun. Þú getur hannað þína innréttingu og sent okkur pöntun til yfirferðar, eða kíkt í salinn til okkar á Funahöfða 19 og við aðstoðum þig við að finna rétta lausn með hraði.

Leiðbeiningar
 1. Lagaðu innréttinguna að eigin þörfum

  Hægt er að smella á hverja skápaeiningu fyrir sig og skipta út fyrir nokkra mismunandi valmöguleika. Einnig er val um mismunandi höldur og borðplötuefni. Að lokum er hægt að fjölga skápunum.

 2. Afritaðu hlekk á hönnunina

  Þegar þú hefur stillt upp innréttingunni eins og þú vilt hafa hana geturðu afritað hlekk á hana með því að smella á deilihnappinn, sem lítur svona út:

  share button

 3. Sendu okkur línu

  Sendu okkur hlekkinn sem þú afritaðir í tölvupósti á gks@gks.is eða með því að nota Hafa samband formið sem finna má í valmynd vefsins.