MUTE BOX - gæðin í þögninni

MUTE BOX - gæðin í þögninni

Fyrir næði á vinnustaðnum

Til að hámarka bæði afköst og líðan starfsmanna er mikilvægt að hlúa vel að vinnuumhverfinu. Með opnara vinnuumhverfi og betri nýtingu á plássi þarf stundum að brjóta rýmið upp til að fá næði.

Með nýjum og spennandi lausnum er hægt að nýta plássið betur. MUTEBOX gefur tækifæri á friði og næði á vinnustaðnum sem við þurfum reglulega á að halda, taka fundi, símtöl eða til að sökkva okkur ofan í vinnu dagsins. MUTEBOX er sveigjanlegur valkostur sem hægt er að koma fyrir hvar sem er og færa til ef þörf er á.

MUTEBOX er þróað af dönskum hönnuðum, húsgagnasmiðum og verkfræðingum með tilliti til efnis, fólks og umhverfis.

Um er að ræða þrjár stærðir:

Eins manns símaklefi
Eins manns vinnurými
Allt að fjögurra manna fundarklefi

Efnisval - Vörur MUTEBOX eru þróaðar af alúð. Þess vegna eru notuð sjálfbær efni eins og endurunnið plast og náttúruleg efni við framleiðsluna.

Framleiðsla í Skandinavíu - MUTEBOX eru framleidd í Danmörku úr efni frá nálægjum birgjum. Stuttar vegalengdir þýða minni flutninga og þar af leiðandi minni losun á CO2.

Endingartími - Með framleiðslu úr gæða hráefni tryggjum við góðan endingartíma. Við viljum gefa til baka til umhverfisins og þess vegna gróðursetja bæði GKS og MUTEBOX tré til að kolefnisjafna framleiðsluna.

Fleiri greinar

Feb 03, 2023NOBILIA - umhverfisvænar innréttingar

Framleiddar í Þýskalandi

Feb 03, 2023Baðið hennar Sölku - fyrir og eftir

Nýtt baðherbergi með innbyggðu þvottahúsi

GKSOct 18, 2022Nýtt eldhús í Smáíbúðahverfinu

Fyrir og eftir í eldhúsi með miklum breytingum