Baðið hennar Sölku - fyrir og eftir
Baðið hennar Sölku - fyrir og eftir
Fyrir og eftir í baðherbergi með miklum breytingum
Salka Sól og Arnar leituðu til okkar í von um nýtt og fallegt baðherbergi. Ekki bara baðherbergi heldur inniheldur það í raun þvottahús líka.
Verkefnið var eftirfarandi:
1. Skipta út neðri skápnum fyrir góðar skúffur
2. Góðan grunnan efri skáp sem næði upp í loft (ekkert ryk takk)
3. Þvottahússeiningu fyrir þvottavél og þurrkara með djúpum og góðum skápum fyrir allt óhreina tauið, hreinsiefni og fleira dót (því einhvers staðar þurfa vondir að vera)
FYRIR BREYTINGU
Svona leit baðið út fyrir breytingu
...OG EFTIR BREYTINGU
Útkoman var æðisleg. Hlýlegt fallegt baðherbergi þar sem allt rúmast svo vel en samt allt til alls. Allir skápar upp í loft, fallegur og veglegur vaskur, spegill með baklýsingu og hlýlegar flísar, sturtan svo djúsí og svo fallegir sápubakkar til að setja punktinn yfir i-ið.